Curio Office er kerfi sem mun vera í smíðum næstu árin. Uppfærslur munu koma reglulega og birtist þá skilaboð neðst í browsernum sem segir að Uppfærsla sé komin og þarf aðeins að smella á uppfærsluna þá uppfærist kerfið í nýjustu útgáfu. Mjög mikilvægt er að smella á uppfærslu til að fá inn þær breytingar sem kunna að vera gerðar á kerfiinu í framtíðinni. í byrjun má búast við því að uppfærslur komi reglulega því kerfið er nýtt og þegar margir notendur koma að kerfinu þá koma örugglega ábendingar sem við munum taka tillit til við næstu uppfærslur. Hægt er að senda okkur ábendingar í og nýjarhugmyndir neðst á forsíðusíðu okkar ( Skilaboð ) www.curiooffice.com

 
 
Sala hefst á Curio Office mánudaginn 9. mars 2015. Kerfið hefur nú verið í smíðum frá haustinu 2013. Tveir til fimm starfsmenn hafa verið í nánast fullri vinnu við að koma kerfinu saman og undirbúa útgáfu þess enda að mörgu að huga. Kerfið hefur þá sérstöðu að vera hannað með stjórnendur í huga en ekki bókarann, en flest öll kerfi eru hönnuð og sniðin fyrir bókara og uppgjör en ekki stjórnendur sem er soldið merkilegt fyrirbæri. Að vísu hefur bókarinn aðgang að kerfinu og getur hann sótt allar skrár sem hann þarf í árleg eða mánaðarleg uppgjör en kerfið er það eina sinnar tegundar í heiminum sem er sniðið fyrir stjórnendur og á sér engann líka. Curio Office er íslenskt kerfi og mun sala þess byrja á Íslandi en unnið er að því að hefja sölu á kerfinu á heimsvísu á þessu ári.