Curio Office er íslenskur hugbúnaður, hannaður af metnaðarfullu fólki sem sækist eftir notendavænum lausnum fyrir rekstur fyrirtækja og frábæru vinnuumhverfi.

Hugmyndin að Curio Office kviknaði með þörfinni á að halda utan um bókhaldið og verkefni hjá mörgum starfsmönnum og markmiðið var að finna þægilega lausn til að losna við skrifaða verkseðla og gamaldags utanumhald. Í framhaldi af því hófst hönnun og uppsetning á kerfi sem þegar hefur bætt við sig alls kyns nýstárlegum tæknilausnum. Í dag starfa allir sem vinna að Curio Office innan kerfisins; þeir starfa víðs vegar í heiminum og eru ekki bundnir við að mæta á ákveðna skrifstofu heldur er haldið utan um verkefnin í Curio Office.

Betri Stofan auglýsingastofa er söluaðili Curio Office og hefur tekið við starfsemi Kreativ ehf. Sjá uppfærslur og meira um kerfið á www.betristofan.is